Nýtt ár er gengið í garð hinu megin á hnettinum og er því fagnað með flugeldasýningum og hátíðarhöldum. Mikil eftirvænting ríkir í Sydney í Ástralíu þar sem að venju er haldin flugeldasýning við höfnina.
Búist er við að 1,5 milljónir manna séu á hafnarsvæðinu í Sydney. Hátíðarhöldin hófust með flugsýningu og hópsiglingu en hápunkturinn er flugeldasýning eins og áður sagði.
Tveir jarðskjálftar fundust í Christchurch á Nýja-Sjálandi í þann mund sem gamla árið kvaddi í morgun. Þar varð jarðskjálfti, sem mældist 7,1 stig, fyrr á árinu, og olli miklu tjóni en enginn lét lífið.
Búist er við að um milljón manns safnist saman á Times Square og nálægum götum í New York þegar nýtt ár hefst.
Víetmanar munu halda upp á áramótin þann 1. janúar í fyrsta skipti, en
fram að þessu hefur nýju ári verið fagnað á nýju tunglári.