Fordæma sjálfsmorðsárásina

Á myndbroti úr öryggismyndavélummá sjá viðbrögð safnaðarmeðlima þegar sprengja sprakk fyrir utan kirkju í Alexandríu í Egyptalandi í gær.

Hópur fólks var við bænaiðkun á nýársdag þegar sprengja sprakk fyrir utan kirkjuna sem tilheyrir koptíska söfnuðinum í Egyptalandi. Egypsk stjórnvöld hafa staðfest að 21 hafi látið lífið í sprengingunni sem var sjálfsmorðsárás. Margir eru þó alvarlega særðir svo tala látinna kann að hækka. 

Átök brutust út milli múslima og kristinna manna í kjölfar sprengingarinnar. 

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur heitið því að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Hann segir útlendinga standa að baki sprengingunni.

Benedikt páfi XVI. ávarpaði pílagríma á Péturstorginu í dag og fordæmdi sjálfsmorðsárásina í Alexandríu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert