Dómari í Tampa á Flórída synjaði beiðni í dag lögmanns manns sem er sakaður um að hafa stungið sex ára son sinn ítrekað á gamlárskvöld, um að fá lausn gegn tryggingu. Maðurinn er ákærður fyrir morðtilraun.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var Xavier Dequan Thomas Sr., 23 ára, í veislu ásamt syni sínum og fleiri fjölskyldumeðlimum á gamlárskvöld. Skutu þeir feðgar upp flugeldum um kvöldið en síðar tók Thomas son sinn afsíðis og stakk hann yfir tuttugu sinnum með hníf. Hann tók síðan blóðugan piltinn og kastaði honum yfir mannhæða háa girðingu inn á skógivaxið svæði. Fór faðirinn síðan aftur í veisluna og lét eins og ekkert hefði gerst.
Hann var handtekinn í gær vegna málsins en fjölskylda hans segir að hann eigi við andleg veikindi að stríða.
Drengurinn, Xavier Jr., lifði af árásina með stungusár á baki, brjósti, hálsi og höndum. Lifur hans er skemmd en hann er ekki í lífshættu.