Kínverjar kaupa skuldir Spánar

Li Keqiang
Li Keqiang

Kínversk stjórnvöld hyggjast kaupa spænsk skuldabréf, að því er fram kom í aðsendri grein Li Keqiang, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í spænska dagblaðinu El Pais. Yfirlýsingin er enn ein staðfestingin á vaxandi efnahagsmætti þessa fjölmennasta ríkis heims.

Fram kemur í umfjöllun Wall Street Journal að Kínverjar hafi keypt skuldabréf þjóðríkja á evrusvæðinu að undanförnu og séu nú orðnir einn stærsti kaupandi spænskra ríkisskuldabréfa, með um 10% hlutdeild.

„Við höfum trú á evrópskum fjármálamarkaði, og, einkum og sér í lagi, spænska fjármálamarkaðnum, sem hefur þýtt kaup á ríkisskuldabréfum landsins, nokkuð sem við munum halda áfram að gera í framtíðinni,“ skrifaði Li í El Pais

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert