Nanóinn hefur selst illa

Nanóinn er ódýrasti bíll í heimi.
Nanóinn er ódýrasti bíll í heimi.

Nanóinn, smábíll indverska iðnrisans Tata Motors, hefur ekki selst eins vel og vonir stóðu til. Ímynd bílsins þykir eiga sinn þátt í því en neytendur eru sagðir tengja hann við eitthvað sem er ódýrt með neikvæðum formerkjum.

Þetta kemur fram á vef Washington Post en þar segir að þessi ódýrasti bíll heims - hann kostar nýr 2.200 bandaríkjadali, eða um 250.000 krónur - hafi m.a. liðið fyrir brunaslys hjá sex eigendum smábílsins, þegar eldur kviknaði vegna framleiðslugalla.

Haft er eftir Ashish Masih, aðstoðarritstjóra tímaritsins What Car?, að litið sé á bíllinn sem bíl fátæka mannsins.

Takist fyrirtækinu að breyta þeirri ímynd kunni salan að taka við sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert