Óttast minni neyslu í Bretlandi

Jólavertíðin á Oxford Street.
Jólavertíðin á Oxford Street. Reuters

Andy Cumming, stjórnandi hjá Lloyds Banking Group, óttast að auknar álögur á almenning og atvinnuleysi kunni að leiða til þess að breskir neytendur haldi að sér höndum með tilheyrandi afleiðingum fyrir eftirspurnina í hagkerfinu. Margir Bretar óttast að önnur niðursveifla sé framundan.

Cumming segir þannig í viðtali við Daily Telegraph að aukið aðhald neytenda mundu hafa mikil efnahagsleg áhrif.

„Þegar það gerist fara skjálftabylgjur um allt hagkerfið,“ sagði Cumming.

Túlkar blaðamaður Daily Telegraph ummælin svo að þau séu líkleg til að leiða til vaxandi áhyggna á ný um að önnur niðursveifla sé í vændum í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert