Skelfing greip um sig um borð í þotu frá sænska flugfélaginu City Airlines þegar þrýstingur féll í farþegarými. Í kjölfarið lækkuðu flugmenn flugið um 9.000 metra á innan við þremur mínútum.
Þotan var á leið frá Gautaborg til Umeå í Svíþjóð. Um borð voru 18 farþegar og þrír í áhöfn. Þegar þotan var í um 11 þúsund metra hæð féll þrýstingu í vélinni skyndilega. Flugmennirnir tóku þá ákvörðun um að lækka flugi og fór vélin niður í um 2000 metra hæð á tveimur og hálfri mínútu. Mikil skelfing greip um sig meðal farþega. Margir voru með blóðnasir eftir þessa miklu hæðarlækkun.
Ekki er ljóst hvað olli því að þrýstingu féll í farþegarými.