Margir Bandaríkjamenn brjóta nú heilann um hvort tilfellin séu fyrirboði um að veröldin sé að líða undir lok. Eitt er víst: 500 svartþrestir féllu dauðir til jarðar í Louisiana og bættust þar með í hóp 5.000 svartþrasta og 83.000 smáfiska sem fundust dauðir í Arkansas.
Á vef CNN segir að kenningar séu uppi um að mikill og skyndilegur hávaði kunni að skýra dauða svartþrastanna í Arkansas, svo sem vegna flugelda um áramótin.
Sama skýring geti hins vegar ekki átt við í Louisiana.
Á hinn bóginn er vísað til umræðna á vef MSNBC um að aðrir hafi leitt líkur að því hvassviðri skýri dauða svartþrastanna í Arkansas.
Engar slíkar skýringar hafa verið lagðar fram um dauða þrastanna í Louisiana.
Dauði smáfiskanna er einnig ráðgáta en þeir drápust á bökkum Arkansasár um 160 km vestur af Beebe.