Brynjar Lia, starfsmaður ransóknardeildar norska hersins sem rannsakar hryðjuverk, telur að hryðjuverkamenn muni í auknum mæli líta til Norðurlandanna vegna mikils eftirlits með hryðjuverkahópum sunnar í Evrópu.
Öryggisdeildum lögreglunnar í mörgum evrópskum löndum hefur gengið vel að uppræta hópa hryðjuverkamanna. Brynjar Lia telur að það geti orðið til þess að hryðjuverkamenn horfi í auknum mæli til Norðurlandanna sem vettvangs fyrir ódæði sín. Þetta kom fram í viðtali Lia við Aftenposten.
Lia telur að deilan um múhameðsteikningar og þátttaka norrænna hermanna í hernaðaraðgerðum í Afganistan kunni að vera ástæða þess hve mikið hefur borið á tilraunum til hryðjuverka eða undirbúnings þeirra á Norðurlöndum undanfarið.
Hann bendir einnig á að fleiri róttækir íslamistar séu í Danmörku og Svíþjóð en í Noregi. Þess vegna kunni hættan á hryðjuverkum að vera eitthvað minni í Noregi en Svíþjóð og Danmörku.