Jarðskjálfti, sem mældist 3,6 á Richter, reið yfir norðausturhluta Englands í gærkvöldi. Talið er að hann hafi átt upptök sín á um 6 km dýpi í norður Yorkshire.
Jarðskjálftar af þessari stærðargráðu mælast u.þ.b. einu sinni á ári í Bretlandi. Ekki er talið að skjálftinn í gær hafi valdið neinum skemmdum en hann fannst í allt að 100 km fjarlægð. Skjálftinn í gær er hinsvegar sá annar sem finnst í Englandi á aðeins örfáum vikum. Jarðskjálfti upp á 3,5 stig mældist í Coniston síðla kvölds þann 21. desember sl.