Ríkisstjórinn í Punjab myrtur

Salman Taseer
Salman Taseer FAISAL MAHMOOD

Byssumenn skutu í dag ríkisstjóra í Punjab-héraði til bana, en hann var áhrifamaður í stjórnarflokknum í Pakistan.

Salman Taseer var skotinn til bana við markað nærri heimili sínu í höfuðborginni Islamabad. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Lögreglan í Pakistan segir að hann hafi verið skotinn af einum af öryggisvörðum sínum þegar hann steig út úr bifreið sinni.

BBC segir að Taseer hafi verið einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum í Pakistan og morðið eigi eftir að auka á pólitískan óstöðugleika í landinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert