Kínverjar hjálpa evrunni

Li Keqiang, varaforsætisráðherra Kína (t.v.), ræddi í dag við Jose …
Li Keqiang, varaforsætisráðherra Kína (t.v.), ræddi í dag við Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisraðherra Spánar. Reuters

Kínverjar hyggjast kaupa meira af spænskum ríkisskuldabréfum og styrkja með því stöðu evrunnar. Evrusvæðið er stærsti útflutningsmarkaður Kínverja. Oinber heimsókn Li Keqiang, varaforsætisráðherra Kína, til Spánar hófst í gær. 

Li Keqiang skrifaði grein í spænska dagblaðið El País og sagði þar m.a. að Kínverjar hafi trú á evrópskum fjármálamarkaði og sérstaklega þeim spænska. Það birtist í kaupum þeirra á ríkisskuldabréfum og kaupum á þeim verði haldið áfram.

Sænski fréttavefurinn dagensps.se segir að Kínverjar hafi keypt spænsk ríkisskuldabréf fyrir sem svarar rúmlega 12 þúsund milljörðum íslenskra króna og eigi nú um 10% af ríkisskuldum Spánverja.

Heimsókn Li Keqiang ber upp á á sama tíma og Spánverjar berjast við áhyggjur af því að þeir kunnið að þarfnast aðstoðar á borð við þá sem Grikkir og Írar hafa fengið vegna erfiðleika við að endurfjármagna skuldir sínar. 

Fréttastofan AFP segir að Li Keqiang hafi sagt Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, að Kínverjar trúi því að Spánverjum takist að sigrast á aðsteðjandi fjárhagsvanda.

Li Keqiang átti í dag fund með Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar. 

Kaup Kínverja á spænskum ríkisskuldabréfum eru nýjasta dæmið um vaxandi hlutverk Kínverja við að tryggja stöðugleika innan evrusvæðisins, að mati blaðsins Wall Street Journal. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka