Amfetamíndrottning framseld til Bandaríkjanna

Beatriz Elenu Henao var eftirlýst á vef Interpol.
Beatriz Elenu Henao var eftirlýst á vef Interpol.

Stjórnvöld í Kólumbíu hafa framselt Beatriz Elenu Henao, sem er betur þekkt sem Amfetamíndrottningin, til Bandaríkjanna. Þar verður hún ákærð fyrir fíkniefnasölu. Henao var á meðal 10 efstu á lista alþjóðalögreglunnar Interpol yfir eftirlýstar konur.

Hún er sökuð um að vera alþjóðlegur fíkniefnasali, sem á að hafa staðið á bak við stórar amfetamínsendingar til Bandaríkjanna, Spánar og Hollands.

Segir lögreglan að tungumálakunnátta hennar hafi gert henni auðvelt um vik að selja efnin á erlendri grundu, en Henao kann ensku, þýsku, hollensku og spænsku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert