Mikil eftirspurn eftir norsku sjávarfangi

Reuters

Útflutningur á norsku sjávarfangi nam 53,8 milljörðum norskra króna (ríflega 1.000 milljarðar íslenskra kr.), sem er met. Þetta er sjöunda árið í röð sem Norðmenn setja met í sölu á fiskmeti. Árið 2009 nam upphæðin um 890 milljörðum íslenskra kr.

Norska útflutningsráðið fyrir sjávarafurðir segir Noregur hafi flutt út 2,7 milljónir tonna af sjávarfangi árið 2010. Það sé aukning um 93.000 tonn á milli ára.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir laxi og silungi. Jókst útflutningur á þessum tegundum um 29% á milli ára. 

Fram kemur að hlutdeild fiskeldis í Noregi samsvari um 62% af heildarútflutninginum.

Þá var einnig meira flutt út af þorskafurðum. 

Mest er flutt út af norskum sjávarafurðum til Rússlands og Frakklands. Þá fer markaðurinn í Kína, þar á meðal Hong Kong, ört stækkandi. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert