Sadr hvatti Íraka til að sameinast

Þetta er fyrsta ræðan sem Moqtada al-Sadr flytur eftir hann …
Þetta er fyrsta ræðan sem Moqtada al-Sadr flytur eftir hann sneri aftur til Íraks eftir þriggja ára sjálfskipaða útlegð. Reuters

Sjíta-klerkurinn Moqtada al-Sadr, sem er þekktur andstæðingur Bandaríkjanna, hefur hvatt stuðningsmenn sína í Írak til að gefa nýrri ríkisstjórn landsins tækifæri. Þetta kom fram í ræðu sem klerkurinn róttæki flutti í höfuðvígi sínu í Najaf. Þangað hefur hann snúið aftur eftir þriggja ára sjálfsskipaða útlegð í Íran.

Í síðasta mánuði komst hreyfingin hans að samkomulagi um að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Hún stýrir nú sjö ráðuneytum og er með 39 þingsæti.

Sadr hvatti menn til að veita hernámsliðinu mótstöðu með öllum tiltækum ráðum og hrópaði slagorð gegn Bandaríkjunum.

Hersveitir hans, Mehdi herinn, hefur nokkrum sinnum lent í átökum við bandaríska og íraska hermenn frá því Bandaríkin réðust inn í landið árið 2003.

„Við erum enn bardagamenn,“ sagði hann á fjöldafundinum, sem þúsundir sóttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert