Fjöldi slasast í óeirðum í Alsír

Hörð átök hafa brotist út í Alsír.
Hörð átök hafa brotist út í Alsír. Reuters

Þrír létust og yfir 826 særðust í óeirðum vegna hækkandi matarverðs og mikils atvinnuleysis í Alsír. Af þeim voru 763 lögregluþjónar. Um eitt þúsund mótmælendur voru handteknir.

Flestir hinna handteknu eru námuverkamenn. Byrjað var að leiða þá fyrir dómara í hádeginu. Eiga sumir yfir höfði sér að verða ákærðir fyrir íkveikju.

Verð í landinu hefur hækkað um allt að 30% síðan 1. janúar. Um 75% íbúa landsins eru undir 30 ára aldri og er atvinnuleysi í þeim hópi um 20%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert