Læknar Giffords „hóflega bjartsýnir“

Læknar eru „hóflega bjartsýnir“ á að þingkonan Gabrielle Giffords muni ná bata. Giffords var skotin í höfuðið í árás byssumanns í Tucson í Arizona-fylki Bandaríkjanna í gær.

Búið er að fjarlægja hluta hauskúpu Giffords í því skyni að mýkja heilann. Hin fertuga Giffords hefur að sögn lækna á Háskólasjúkrahúsinu í Arizona náð að tjá sig eftir einföldum skipunum.

Michael Lemole, yfirlæknir taugaskurðdeildar sjúkrahússins og einn lækna þingkonunnar, segir að viðbrögð Giffords sýni fram á „mjög mikla virkni heilans“.

Skotið sem hæfði Giffords fór beint í gegnum vinstri hlið höfuðsins. Lemole segir að ef skotið hefði farið úr einni hlið heilans í aðra (þ.e. þvert), þá væru batalíkur Ciffords mun minni.

Þrátt fyrir þessi tíðindi ítrekaði Lemole að ástand Giffords væri mjög slæmt og að hún ætti í hættu að snarversna við litlar bólgur í heilanum.

Þingkonan Gabrielle Giffords.
Þingkonan Gabrielle Giffords. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert