Öflugur jarðskjálfti við Vanuatu

Öflugur jarðskjálfti varð neðansjávar nærri Suður-Kyrrahafseyjunni Vanuatu kl. 21 að staðartíma (kl. 10 að íslenskum tíma). Bandaríska jarðvísindastofnunin segir að skjálftinn hafi mælst 6,9 stig. Ekki hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun.

Engar fregnir hafa borist af tjóni. Skjálftinn mældist á 31 km dýpi um 110 km frá bænum Isangel, sem er á eyjunni Tanna.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu slóðum.

Annan dag jóla reið annar öflugur skjálfti yfir svæðið, en hann mældist 7,3 stig. Engan sakaði. Þá voru nákvæmlega sex ár liðin frá því 220.000 létust af völdum flóðbylgjum sem myndaðist í kjölfar öflugs jarðskjálfta í Indlandshafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert