Úrhelli í Ástralíu

Íbúar í Norðaustur-Ástralíu hafa þurft að glíma við mikil flóð …
Íbúar í Norðaustur-Ástralíu hafa þurft að glíma við mikil flóð að undanförnu. Reuters

Mikil úrkoma er nú á norðausturhluta Ástralíu, þar sem mikil flóð hafa nú þegar gert íbúum lífið leitt og valdið eyðileggingu. Lögreglustjórinn í Queensland segir að hætt sé við skyndiflóðum á þeim svæðum sem flóð hafa verið í rénun, og þau geri ekki boð á undan sér.

„Vatnshæðin mun rísa hratt, og fólk mun eflaust ekki átt sig á því,“ segir lögreglustjórinn Alistair Dawson. Þá sé það líklegt að vatn muni aftur flæða yfir þau svæði sem hafi áður farið undir vatn. Vegir geti t.d. farið á kaf með litlum fyrirvara.

Yfirvöld segja að veðrið sé óútreiknanlegt.

Landsvæðið sem fór á kaf var stærra en Frakkland og Þýskaland til samans. Flóðin hafa lamað landbúnaðarhéruð og kolanámusvæði. Engin fordæmi séu fyrir þessu mikla vatnsveðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert