Ætla að breyta bresku meiðyrðalöggjöfinni

Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata.
Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata. DAVID MOIR

Bresk stjórnvöld eru að undirbúa breytingar á meiðyrðalöggjöfinni. Guardian segir að Nick Clegg, formaður Frjálslynda flokksins, ætli á morgun að kynna breytingar í þessa veru.

Breska meiðyrðalöggjöfin þykir afar ströng og eru mörg dæmi um að útlendingar hafi höfðað mál þar í landi vegna ummæla sem aldrei hefðu verið dæmd ómerk í heimalandi þeirra.

Guardian hefur fengið upplýsingar um hvað Clegg ætlar að segja á morgun, en blaðið hefur eftir honum að breytingarnar miði að því að breska meiðyrðalöggjöfin færist frá því „að vera alþjóðlegt aðhlátursefni í að vera alþjóðleg fyrirmynd.“

Stefnt er að því að ný meiðyrðalöggjöf taki gildi árið 2013. Clegg leggur áherslu á að löggjöfin eigi að styrkja stöðu þeirra sem tala máli almennings og skýra réttarstöðu þeirra sem vilji standa vörð um sanngjarna rökræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka