Ætla að breyta bresku meiðyrðalöggjöfinni

Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata.
Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata. DAVID MOIR

Bresk stjórn­völd eru að und­ir­búa breyt­ing­ar á meiðyrðalög­gjöf­inni. Guar­di­an seg­ir að Nick Clegg, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, ætli á morg­un að kynna breyt­ing­ar í þessa veru.

Breska meiðyrðalög­gjöf­in þykir afar ströng og eru mörg dæmi um að út­lend­ing­ar hafi höfðað mál þar í landi vegna um­mæla sem aldrei hefðu verið dæmd ómerk í heimalandi þeirra.

Guar­di­an hef­ur fengið upp­lýs­ing­ar um hvað Clegg ætl­ar að segja á morg­un, en blaðið hef­ur eft­ir hon­um að breyt­ing­arn­ar miði að því að breska meiðyrðalög­gjöf­in fær­ist frá því „að vera alþjóðlegt aðhlát­urs­efni í að vera alþjóðleg fyr­ir­mynd.“

Stefnt er að því að ný meiðyrðalög­gjöf taki gildi árið 2013. Clegg legg­ur áherslu á að lög­gjöf­in eigi að styrkja stöðu þeirra sem tala máli al­menn­ings og skýra rétt­ar­stöðu þeirra sem vilji standa vörð um sann­gjarna rök­ræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert