Heilsuspillandi að fara á eftirlaun?

Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Danmörku, sýna að þeir …
Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Danmörku, sýna að þeir sem fara fyrr á eftirlaun lifa skemur. mbl.is

Rannsókn, sem nýlega var gerð í Danmörku, sýnir að þeir sem hyggja á að fara á eftirlaun innan tíðar, eru talsvert heilsutæpari en jafnaldarar þeirra sem halda áfram störfum.

Rannsóknin, sem gerð var af samtökum launafólks í Danmörku,  Landsorganisationen, leiddi í ljós að á síðasta árinu sem fólk er í vinnu eru veikindadagar þess 70% fleiri en hjá jafnöldrum þeirra sem ekki hyggjast láta af störfum.

Þetta kemur fram á vefsíðu danska dagblaðsins Politiken. Þar segir að niðurstöður rannsóknarinnar séu samhljóða niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Álaborgarháskóla.

Aðrar rannsóknir í Danmörku hafa sýnt fram á að þeir sem fara á eftirlaun um sextugt lifa tveimur árum skemur en jafnaldrar þeirra sem enn eru á vinnumarkaði.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert