Kaldasti dagur í Nýju-Delhi í 40 ár

Kuldi og þoka í Nýju-Delhi í morgun.
Kuldi og þoka í Nýju-Delhi í morgun. Reuters

Hitinn fór niður í 3 stig í Nýju-Delhi á Indlandi í gær og hefur ekki verið jafn kalt í borginni í  fjóra áratugi. Að minnsta kosti 86 manns hafa dáið úr kulda á síðustu dögum í Uttar Pradesh fylki á norðurhluta Indlands síðustu daga.

Að sögn indversku veðurstofunnar er búist við að enn kólni í Nýju-Delhi á næstu dögum. Kaldast var í Kasmírhéraði þar sem 20,2 stiga frost mældist í borginni Leh sem er í Himalaíafjöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert