Morðingi héraðsstjórans játar sök

Þúsundir Pakistana hafa farið í göngur til stuðnings morðingjanum.
Þúsundir Pakistana hafa farið í göngur til stuðnings morðingjanum. Reuters

Lífvörðurinn sem myrti Salman Taseer héraðsstjóra í Punjab í Pakistan hefur játað á sig morðið. Þúsundir Pakistana hafa lýst stuðningi við morðingjann.

Malik Mumtaz Hussein Qadri játaði á sig morðið þegar hann kom fyrir dómara. Hann sagði að hann hefði verið einn að verki. Réttarhaldinu var flýtt um einn dag til að koma í veg fyrir að ólæti við dómshúsið, en margir hafa lýst stuðningi við morðið.

Salman Taseer var hófsamur stjórnmálamaður. Hann skapaði sér óvild margra strangtrúaðra Pakistana með því að mæla gegn lögum um guðlast. Það er ein af ástæðum þess að hann var myrtur. 

Í gær mættu um 50 þúsund manns í mótmælagöngu til að mótmæla tillögu um breytingar á lögum um guðlast, en Taseer studdi þess að tillögu.

Athygli hefur beinst að lögum um guðlast eftir að kristin kona, Asia Bibi, var dæmd til dauða í nóvember sl. fyrir að hafa talað móðgandi um Múhameð spámann. Hún neitar sök. Bibi er fimm barna móðir og Taseer hafði tekið upp málstað hennar.

Það hefur vakið athygli hversu margir hafa stigið fram og lýst stuðningi við morðið á Taseer. Fréttaskýrendur benda á að þeir sem það gera séu ekki endilega fátækir og ómenntaðir Pakistanar. Þeir sem styðji morðingjann séu velmenntaðir menn úr millistétt.

Benedikt páfi hvatti til þess í dag að lögum um guðlast yrði breytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert