Nýr stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður í Danmörku. Í flokknum, sem ber nafnið „Fremtidens Danmark“, eða Danmörk framtíðarinnar eru margir þekktir einstaklingar þar í landi.
Meðal þeirra er Erik Rasmussen, sem er aðalritstjóri Mandag Morgen, sem er vefsíða og samskiptanet, Johan Roos sem er rektor viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn, kvikmyndaleikstjórinn Kathrine Windfeld og Claus Meyer, sem er einn þekktasti matreiðslumaður Dana.
Þetta kemur fram á vefsíðu danska dagblaðsins Politiken.
Ekki stendur til að flokkurinn bjóði fram til komandi þingkosninga, tilgangurinn með stofnuninni er að koma opinberri umræðu um þjóðmál í annan farveg, en hún hefur verið .
Til að byrja með hyggst flokkurinn starfa í eitt ár og standa vonir til að sá tími dugi til að koma stjórnmálaumræðunni í þann farveg að hún gagnist landsmönnum, en sé ekki eingöngu til þess að koma stjórnmálamönnum á framfæri.
Erik Rasmussen, einn stofnanda flokksins segir í viðtali við Politiken að efnahagsmál séu brýnasta verkefni Dana nú um stundir, en í stað þess að taka á málum rökræði stjórnmálamenn fram og til baka.