Palin gagnrýnd fyrir þráðkross

Sarah Palin.
Sarah Palin. Reuters

Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska og fyrrum varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur verið gagnrýnd fyrir mynd á vefsíðu sinni í kjölfar skotárásarinnar í Tuscon. Myndin sýndi kort af Bandaríkjunum sem var búið að skreyta þráðkrossum. Krossarnir táknuðu þá þingmenn sem Palin taldi rétt að losna við af þingi vegna vinstri-sinnaðra skoðana. Gabrielle Giffords, sem varð fyrir skoti á laugardag, var ein þeirra.

Ekki hefur verið sýnt fram á það enn að hinn meinti árásarmaður frá því á laugardag, Jared Lee Loughner, hafi verið undir áhrifum stjórnmálaumræðu. Engu að síður þá þykir Palin hafa með myndinni og ögrandi ræðuhöldum í kringum bandarísku þingkosningarnar á síðasta ári, kynnt undir hatri í garð þingmannanna.

Giffords vakti sjálf athygli á myndinni á vefsíðu Palin fyrir tæpu ári síðan: „[Palin] dregur upp mynd af okkur í sigtinu, undir þráðkrossi byssu. Þegar fólk gerir slíkt verður það að átta sig á afleiðingunum.“

Palin notaði einnig myndmál byssuhernaðar þegar hún sagði í ræðu í apríl sl. að stuðningsmenn hennar ættu ekki að hörfa, heldur endurhlaða. Hún bætti við: „Og það er ekki ósk um ofbeldi.“ Gagnrýnendur Palin segja orðin óvarfærnislega valin.

Fáum klukkustundum eftir árásina í Arizona-ríki var myndin fjarlægð af síðu Palin, sem kenndi verktaka um að hafa ekki tekið myndina niður fyrr. Hún sagðist harma atburðinn og að hún og fjölskylda hennar muni biðja fyrir bata Giffords.

Umdeilda myndin sem Palin lét fjarlægja af síðu sinni eftir …
Umdeilda myndin sem Palin lét fjarlægja af síðu sinni eftir skotárásina í Tuscon. Vefur Söruh Palin
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert