Assange hræðist dauðadóm

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, við komuna í réttarsal í London …
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, við komuna í réttarsal í London í dag. Reuters

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði í dag að von væri á birtingu fleiri leyniskjala. Verjendur hans segja að verði hann framseldur frá Bretlandi, kunni hann að eiga yfir höfði sér dauðadóm.

Breskur dómstóll úrskurðaði í dag að krafa Svía um framsal Assange vegna ásakana um kynferðisbrot yrði tekin fyrir breskum dómstólum 7. og 8. febrúar næstkomandi.

Assange hefur haldið til á sveitasetri í austurhluta Englands síðan hann var látinn laus úr fangelsi 16. desember.

Dómssalurinn í dag var þéttskipaður fjölmiðlafólki, en einnig var þar að finna ýmis frægðarmenni sem styðja Assange og málstað hans.

Lögmenn Assange segja að verði hann framseldur til Svíþjóðar sé veruleg hætta á að hann verði framseldur til Bandaríkjanna eða fluttur þangað á ólöglegan hátt, þar sem hann gæti verið settur í Guantánamo fangabúðirnar eða á áþekkan stað. Einnig telja þeir líklegt að hann gæti fengið dauðarefsingu í Bandaríkjunum.

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hefur kallað Assange  „hátæknihryðjuverkamann.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert