Brúður fannst látin á hótelherbergi

Brúðkaup hjónanna var þann 30. desemer sl.
Brúðkaup hjónanna var þann 30. desemer sl.

Írsk kona fannst látin á hótelherbergi í Máritíus fyrr í dag. Konan, sem hét Michaela Harte, var aðeins tuttugu og sjö ára gömul. Hún var í brúðkaupsferð með eiginmanni sínum þegar hún var kyrkt til dauða. Morðinginn braut sér ekki leið inn í herbergið, heldur var hann með lykil.

Harte gifti sig fyrir aðeins tólf dögum síðan. Lögreglan á svæðinu hefur greint frá því að Harte reyndi að flýja þegar ódæðismaðurinn ruddist inn og myrti hana.

Lögreglan hefur þegar yfirheyrt sex grunaða einstaklinga í tengslum við morðið. Eiginmaðurinn var á veitingastað hótelsins þegar konan var myrt og er því ekki grunaður um glæpinn. Harte hafði stokkið frá til að sækja kex. McAreavey hóf að leita að henni þegar hún sneri ekki aftur. Hann kom að henni látinni inni á herbergi skömmu síðar.

Málið hefur vakið mikinn óhug. Stutt er síðan sambærilegt mál komst í fjölmiðla, þegar sænsk brúður var myrt í brúðkaupsferð sinni í Suður Afríku.

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert