Fá að lögsækja Lars Løkke

Lars Løkke Rasmussen.
Lars Løkke Rasmussen.

Hæstirétt­ur Dan­merk­ur hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu, að hóp­ur Dana geti höfðað mál á hend­ur Lars Løkke Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra, vegna þess að danska þingið staðfesti Lissa­bon-sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins án þess að þjóðar­at­kvæðagreiðsla færi fyrst fram um málið.

Að sögn Ritzau frétta­stof­unn­ar tel­ur hóp­ur­inn, að þetta sé brot á dönsku stjórn­ar­skránni.

Málið var höfðað fyr­ir Eystri-Lands­rétti í Dan­mörku árið 2008 en dóm­stóll­inn vísaði mál­inu frá á þeirri for­sendu, að málsaðilar hefðu ekki lög­mæta hags­muni að verja.  Hæstirétt­ur var hins veg­ar þeirr­ar skoðunar, að Lissa­bon-sátt­mál­inn hefði það al­menn áhrif á aðild­ar­ríki ESB að þeir sem höfðuðu málið hefðu um­tals­verða hags­muni af því að fá niður­stöðu í mál­inu. 

Hæstirétt­ur komst að svipaðri niður­stöðu árið 1996 þegar Evr­ópu­sam­bandið samþykkti Ma­astricht-sátt­mál­ann. Þá taldi dóm­ur­inn að hóp­ur Dana gæti höfðað mál til að fá úr því skorið hvort sátt­mál­inn bryti í bága við 20. grein dönsku stjórn­ar­skrár­inn­ar, sem heim­ild­ar danska Fol­ket­in­get að af­sala valdi til alþjóðlegra stofn­ana, svo sem Evr­ópu­sam­bands­ins, að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert