Flýja heimili sín í Brisbane

Lögregluyfirvöld hafa hvatt til þess að íbúar Brisbane, sem er þriðja stærsta borg Ástralíu og höfuðstaður Queensland, yfirgefi heimili sín. Von eru á gríðarmiklum flóðum, og þeim mestu í áratugi á svæðinu.

Íbúar sem búa á láglendi hafa verið hvattir til að þess koma sér í burtu. Vatnshæðin hefur hækkað mjög ört, og segir einn embættismaður að hann hafi séð vatnsyfirborð í einni á hækka um einn og hálfan metra á aðeins einni klukkustund.

Að minnsta kosti níu hafa látist og yfir 70 er saknað. Tvö börn a.m.k. eru á meðal hinna látnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert