Efnhagur í Indlandi hefur batnað verulega á undanförnum árum. En að sama skapi hafa margir Indverjar tileinkað sér óheilbrigðari lífsstíl en áður þekktist, það getur leitt til þess að þeir lifi skemur og ógnað efnahagsvexti.
Þetta sýnir nýleg rannsókn, sem birt var í breska læknatímaritinu The Lancet.
Þar kemur fram að bætt kjör í Indlandi hafi leitt af sér minni líkamlega hreyfingu, aukna tíðni offitu og sykursýki. Nýríkir Indverjar, verja fé sínu meðal annars í óhollari mat. Notkun einkabíla hefur einnig aukist.
Ein leiðin til að sporna við þessu er aukin menntun og fræðsla, en höfundar skýrslunnar segja að ekki sé hægt að vinna á slæmum venjum án þess að fólk geri sér grein fyrir því hvaða áhrif þær geti haft.