Svíar salta vegi sem aldrei fyrr

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Vegna veðurfarsins í Evrópu í vetur hefur verið mikil eftirspurn eftir salti til að strá á hála vegi. Á vefsíðu sænska dagblaðsins Dagens Nyheter segir að víða sé slíkt salt nánast uppurið.

Þar er haft eftir Karl Schneider, sem er í forsvari fyrir fyrirtæki sem sér um að strá salti á götur að ekkert salt hafi fengist í dag.

Meirihluti þess salts, sem notað er í Svíþjóð, kemur úr saltnámum í Þýskalandi og Ítalíu. Einnig er það unnið úr sjó.

Salt, sem sett er á vegi, inniheldur a.m.k. 97% hreint natríumklóríð, afgangurinn er vökvi og kalk.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert