Lánshæfismat Grikkja lækkað

Frá Aþenu í Grikklandi
Frá Aþenu í Grikklandi Reuters

Mats­fyr­ir­tækið Fitch hef­ur lækkað láns­hæf­is­mat Grikk­lands til lengri tíma um eitt stig í BB+ úr BBB-. Grikk­land er þar með komið í svo­nefnd­an „rusl­bréfa­flokk“. Fitch seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að þrátt fyr­ir að frammistaða Grikkja í áætl­un ESB og AGS hafi verið fram­ar von­um ógni mik­il skulda­byrði getu lands­ins til að tak­ast á við áföll.

Fitch varaði við því að láns­hæf­is­mat Grikkja geti lækkað meira. Grikk­ir brugðust við lækk­un láns­hæf­is­mats Fitch, þrátt fyr­ir mikl­ar efna­hags­um­bæt­ur, með því að segja að þetta sé sönn­un þess að Evr­ópa þurfi að fylgj­ast vel með fyr­ir­tækj­um sem geri láns­hæf­is­mat.

„Lækk­un­in í dag... und­ir­strik­ar enn einu sinni þörf­ina fyr­ir nýja um­gjörð um mats­fyr­ir­tæk­in í Evr­ópu,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu gríska fjár­málaráðuneyt­is­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert