Lánshæfismat Grikkja lækkað

Frá Aþenu í Grikklandi
Frá Aþenu í Grikklandi Reuters

Matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismat Grikklands til lengri tíma um eitt stig í BB+ úr BBB-. Grikkland er þar með komið í svonefndan „ruslbréfaflokk“. Fitch segir í yfirlýsingu að þrátt fyrir að frammistaða Grikkja í áætlun ESB og AGS hafi verið framar vonum ógni mikil skuldabyrði getu landsins til að takast á við áföll.

Fitch varaði við því að lánshæfismat Grikkja geti lækkað meira. Grikkir brugðust við lækkun lánshæfismats Fitch, þrátt fyrir miklar efnahagsumbætur, með því að segja að þetta sé sönnun þess að Evrópa þurfi að fylgjast vel með fyrirtækjum sem geri lánshæfismat.

„Lækkunin í dag... undirstrikar enn einu sinni þörfina fyrir nýja umgjörð um matsfyrirtækin í Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu gríska fjármálaráðuneytisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert