Matvælaeftirlitið í Danmörku tilkynnti í byrjun janúar að myglueitur hefði fundist í haframjöli frá Dalby Mølle.
Nú hefur aftur fundist myglueitur í framleiðslu fyrirtækisins, sem seld er undir ýmsum nöfnum í Danmörku.Um er að ræða eiturefnið Deoxynivalenol.
Þetta kemur fram á vefsíðu danska dagblaðsins Berlingske Tidende. Þar segir að efnið geti valdið uppköstum og langvarandi neysla þess geti valdið veikingu á ónæmiskerfi.
Haframjölið er selt undir ýmsum vörumerkjum, þeirra á meðal eru Dalby Mølle, lífrænt haframjöl frá Best, fínvalsað haframjöl frá First Price, fínvalsað haframjöl frá Gammelby Mølle og grófvalsað haframjöl frá Morgengry.
Nokkur þessara vörumerkja eru seld í verslunum hér á landi.