Benedikt páfi XVI. hefur gefið út formlega yfirlýsingu um að hann viðurkenni kraftaverk sem forveri hans, Jóhannes Páll II. gerði. Þetta greiðir fyrir því að Jóhannes Páll verði gerður að dýrlingi 1. maí næstkomandi.
Þessi yfirlýsing er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að gera Jóhannes Páll að dýrlingi. Hann lést árið 2005 eftir að hafa gengt stöðu páfa í 27 ár.