94 ára braut umferðarlög gróflega

Fyrr í vikunni stöðvaði danska lögreglan 94 ára gamla konu sem  ók á röngum vegarhelmingi á Holbæk-hraðbrautinni, skammt fyrir utan Kaupmannahöfn.

Konan ók í vesturátt, en aðrir á veginum stefndu austur. Tilkynningum rigndi inn til lögreglunnar um að lítill grænn bíll ylli mikilli hættu með því að aka á móti umferð.

Frá þessu segir á fréttavef danska dagblaðsins Berlingske Tidende.

Þegar lögregla kom á staðinn og tókst að hefta för litla græna bílsins, sagðist ökumaðurinn vel hafa vitað af því að hún hefði ekið á móti umferð. Engu að síður hefði hún ákveðið að halda því áfram, en hún hafði ekið allnokkra kílómetra með þessum hætti.

Konunnar bíður nú ákæra fyrir vítavert umferðarbrot.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert