Aflimaði börn og leigði þau til betlara

Frá Bangladess. Fátækt er mikil í landinu.
Frá Bangladess. Fátækt er mikil í landinu.

Lög­regl­an í Bangla­dess hef­ur hand­tekið leiðtoga hóps sem aflim­ar börn og leig­ir þau síðan til betl­ara.

Maður­inn var hand­tek­inn í gær, í út­hverfi Dhaka sem er höfuðborg lands­ins. Hann hef­ur viður­kennt að hann og fé­lag­ar hans hafi aflimað að minnsta kosti 15 börn í þeim til­gangi að leigja þau út til betl­ara, sér í lagi kvenna, sem segj­ast vera mæður barn­anna og afla þannig meiri pen­inga.

Einnig viðkenndi hann að þeir hefðu nauðgað stúlk­um til að neyða þær til að stunda vændi.

Al­gengt leigu­verð fyr­ir barn, sem vant­ar á út­lim, er um sex Banda­ríkja­doll­ar­ar á dag.

At­hygli var vak­in á þessu, eft­ir að menn­irn­ir skáru getnaðarlim sjö ára drengs af hon­um, en faðir hans lét mann­rétt­inda­sam­tök á staðnum vita.

Sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var árið 2005 eru 700.000 betl­ar­ar í Bangla­dess og að meðaltali þéna þeir um einn og hálf­an Banda­ríkja­doll­ara á dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert