Langt í að júanið verði alþjóðlegt

Hu Jintao forseti Kína.
Hu Jintao forseti Kína. AP

For­seti Kína, Hu Jintao, sagði í dag að nú­ver­andi gjald­miðlakerfi væri úr sér gengið. Hann sagðist telja að  nokkuð langt sé þar til kín­verska jú­anið verði samþykkt sem alþjóðleg­ur gjald­miðill.

For­set­inn fer í op­in­bera heim­sókn til Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­inn og end­ur­spegla um­mæli hans óróa vegna stöðu doll­ar­ans sem helsta alþjóðlega gjald­miðils­ins.

Hann gagn­rýn­ir að 600 millj­örðum doll­ar­ar hafi verið veitt inn í banda­ríska hag­kerfið af hinu op­in­bera og seg­ir að það muni veikja doll­ar­ann.

Hann seg­ir að fjár­mála­stefna Banda­ríkj­anna hafi mik­il áhrif á efna­hag heims­ins og fjár­magns­flæði og því ætti doll­ar­an­um að vera haldið stöðugum og á raun­gengi.

Banda­ríkja­menn hafa kvartað yfir of lágu gengi kín­verska jú­ans­ins og segja það vera gert í þeim til­gangi að auka út­flutn­ing frá Kína.

Hu sagðist ekki telja að verðbólga myndi aukast í Kína, ef jú­anið yrði viður­kennt sem alþjóðleg­ur gjald­miðill.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert