Forseti Kína, Hu Jintao, sagði í dag að núverandi gjaldmiðlakerfi væri úr sér gengið. Hann sagðist telja að nokkuð langt sé þar til kínverska júanið verði samþykkt sem alþjóðlegur gjaldmiðill.
Forsetinn fer í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á miðvikudaginn og endurspegla ummæli hans óróa vegna stöðu dollarans sem helsta alþjóðlega gjaldmiðilsins.
Hann gagnrýnir að 600 milljörðum dollarar hafi verið veitt inn í bandaríska hagkerfið af hinu opinbera og segir að það muni veikja dollarann.
Hann segir að fjármálastefna Bandaríkjanna hafi mikil áhrif á efnahag heimsins og fjármagnsflæði og því ætti dollaranum að vera haldið stöðugum og á raungengi.
Bandaríkjamenn hafa kvartað yfir of lágu gengi kínverska júansins og segja það vera gert í þeim tilgangi að auka útflutning frá Kína.
Hu sagðist ekki telja að verðbólga myndi aukast í Kína, ef júanið yrði viðurkennt sem alþjóðlegur gjaldmiðill.