Fjórir af hverjum tíu Dönum hafa ekki hugmynd um hvenær þeir eiga rétt á að fara á eftirlaun.
Þetta kemur fram á vefsíðu danska dagblaðsins Politiken. Þar segir að þetta komi fram í rannsókn sem gert var fyrir stéttarfélag í Danmörku. Niðurstöðurnar koma Peter Løchte Jørgensen, sem er prófessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, ekki á óvart.
En hann segir þetta vera mikið áhyggjuefni, fólk ætti að hafa slíka hluti á hreinu.