Danir vilja fá að deyja í friði

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/ÞÖK

Um 80.000 Danir hafa gefið skriflega yfirlýsingu um að þeir vilji fá að deyja í friði, án endurlífgunartilrauna. Afar fá sjúkrahús taka mark á slíkum yfirlýsingum.

Þetta kemur fram á vefsíðu danska dagblaðsins Politiken. Þar segir að í flestum yfirlýsingunum komi fram að verði viðkomandi í slíku ástandi að hann geti ekki séð um sig sjálfur sökum veikinda eða sjúkdóms, eða ef ekkert blasi við nema dauðinn, þá eigi ekki að gera neinar aðgerðir sem stuðli að lengra lífi.

Yfirlýsingarnar eru geymdar á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og hafa sum sjúkrahús tekið upp þann sið að spyrja sjúklinga við komu hvort þeir hafi skrifað slíka yfirlýsingu.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert