Mikill munur er á lífskjörum Írana. Stór hluti þjóðarinnar á vart til hnífs og skeiðar, en nýríkir Íranar lifa í öðrum heimi, þar sem það þykir ekkert tiltökumál að skreppa til Parísar í hárgreiðslu.
Refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins vegna kjarnorkuvopnaárforma Írana hafa lítil áhrif á þennan forréttindahóp.
Í landi, þar sem sjíta múslimar ráða ríkjum og næturklúbbar og áfengi er bannað, þykja verslunarferðir eftirsótt skemmtun.
En ekki hafa allir Íranar efni á að stunda þær, meirihluti landsmann dregur fram lífið á minna en 800 Bandaríkjadölum á mánuði og verðbólga er um 50%.