Ætla að handtaka „Baby Doc"

00:00
00:00

Sak­sókn­ar­ar á Haítí segja, að Jean-Clau­de Duvalier, fyrr­um ein­ræðis­herra lands­ins, verði hand­tek­inn. Duvalier, sem geng­ur und­ir nafn­inu „Baby Doc", kom öll­um að óvör­um til Haítí á sunnu­dag tæp­um 25 árum eft­ir að hann var hrak­inn frá völd­um og í út­legð.

Lög­regla fór í dag inn í hót­el í Port-au-Prince, þar sem Duvalier hefst við. 

Duvalier, sem er 59 ára, tók við völd­um á Haítí 19 ára gam­all, árið 1971, þegar faðir hans,  Franço­is „Papa Doc" Duvalier, lést.  Hann stjórnaði Haítí með harðri hendi í 15 ár áður en hann var hrak­inn frá völd­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka