Ætla að handtaka „Baby Doc"

Saksóknarar á Haítí segja, að Jean-Claude Duvalier, fyrrum einræðisherra landsins, verði handtekinn. Duvalier, sem gengur undir nafninu „Baby Doc", kom öllum að óvörum til Haítí á sunnudag tæpum 25 árum eftir að hann var hrakinn frá völdum og í útlegð.

Lögregla fór í dag inn í hótel í Port-au-Prince, þar sem Duvalier hefst við. 

Duvalier, sem er 59 ára, tók við völdum á Haítí 19 ára gamall, árið 1971, þegar faðir hans,  François „Papa Doc" Duvalier, lést.  Hann stjórnaði Haítí með harðri hendi í 15 ár áður en hann var hrakinn frá völdum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka