Ísraelskir skriðdrekar í átökum á Gaza

Ísrelskir hermenn.
Ísrelskir hermenn. Reuters

Einn Palestínumaður lést og tveir særðust þegar sjö ísraelskir skriðdrekar fóru inn á norðurhluta Gaza í dag. Átök brutust út á milli uppreisnarmanna og ísraelska hersins. Segir AFP að herinn hafi gert áhlaup og ferið um 200 metra inn fyrir svæði Palestínumanna.

Þá segja aðrir fjölmiðlar að herinn hafi einnig notað brynvarin ökutæki og jarðýtur.

Talsmaður neyðarþjónustu Hamas segir að 23 ára gamall maður hafi látist þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hann austur af Beit Hanoun.

Íbúar á svæðinu segja að sá sem lést og þeir sem særðust hafi verði að safna grjóti, sem þeir ætluðu að endurvinna til að búa til múrsteina, þegar ráðist hafi verið á þá.

Talsmaður Ísraelshers hefur ekki tjáð sig um árásir skriðdrekanna. Aftur á móti segir hann að uppreisnarmenn á Gaza hafi skotið úr sprengjuvörpum á ísraelskt landsvæði.

Átök við landamæri Ísraels og Palestínu hafa færst í aukana á undanförnum vikum. Hamas, sem heldur utan um stjórnartaumana á Gaza, hvetur menn til að íbúa til að sýna stillingu og hvetur jafnframt aðra uppreisnarhópa til að hætta að gera árásir á Ísrael.

Tvö ár eru liðin frá því stríð braust út á Gaza með þeim afleiðingum að 1.300 Palestínumenn og 13 Ísraelar létust.

Palestínskir uppreisnarmenn sem tilheyra íslömsku Jihad hreyfingunni í Khan Younis …
Palestínskir uppreisnarmenn sem tilheyra íslömsku Jihad hreyfingunni í Khan Younis á suðurhluta Gaza. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert