Öflugur jarðskjálfti í Pakistan

Mikil skelfing greip um sig í suðvesturhluta Pakistans í gærkvöldi þegar jarðskjálfti, sem mældist 7,2 stig, reið þar yfir. Skjálftinn olli hins vegar litlum skemmdum og engu manntjóni svo vitað sé.

Skjálftinn átti upptök sín um 50 km frá borginni Dalbandin, nálægt landamærum Afganistans og fannst allt frá Persaflóa til Indlands. Strjálbýlt er á þessu svæði en íbúar flúðu út úr húsum sínum í skelfingu og bjóst við hinu versta.  

Leirkofar í Kharanhverfi, skammt frá upptökum skjálftans, skemmdust en engan sakaði svo vitað sé.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert