Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, tilkynnti í dag að þingkosningar muni fara fram í landinu 11. mars. Mikill pólitískur órói hefur verið í landinu síðastu mánuði vegna efnahagserfiðleika og samkomulags Íra við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu.
Cowen lýsti þessu yfir í írska þinginu í dag eftir að fimm ráðherrar höfðu sagt af sér embættum. Sagðist hann ætla að rjúfa þing og boða til kosninga 11. mars.