Átta sjóræningjar féllu

Sjórán eru tíð úti af ströndum Sómalíu.
Sjórán eru tíð úti af ströndum Sómalíu. Reuters

Sér­sveit­ar­menn suðurkór­eska flot­ans réðust um borð í skip á Ind­lands­hafi í nótt sem sómalísk­ir sjó­ræn­ingj­ar höfðu rænt um miðjan janú­ar­mánuð. Allri áhöfn skips­ins var bjargað en átta sjó­ræn­ingj­ar féllu í árás­inni. Skip­stjór­inn fékk skot í mag­ann en hann er þó ekki tal­inn í lífs­hættu. Björg­un­araðgerðirn­ar áttu sér stað norðaust­ur af strönd­um Sómal­íu.

Sjó­ræn­ingjarn­ir rændu skip­inu, sem var á leið frá Srí Lanka til Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna, og 21 manna áhöfn þann 15.janú­ar síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert