Heimsskautaveður hefur verið í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna nú um helgina. Hefur hitastigið farið niður í fjörtíu gráðu frost á selsíus í Minnesota. Er það mesta frost sem hefur mælst þar frá árinu 1897.
Búið var að spá kaldasta veðri vetrarins í borgum eins og Chicago, New York og Boston. Í International Falls í Minnesota fór frostið í mínus fjörtíu gráður á föstudag eins og áður sagði. Í morgun var þó búið að hlýna nokkuð og var frostið því aðeins 25 gráður á selsíus á mælum á flugvelli staðarins.
Þegar tekið er tillit til áhrifa vinds var kuldinn þó mun meiri og gaf veðurstofa Bandaríkjanna út viðvörun vegna fimbulkuldans.
Í Chicago mældist mesta frost í 27 ár á föstudag en þar fór það niður í 20 gráður.
Mjög kalt verður í þessum hluta Bandaríkjanna í janúarmánuði yfirleitt en kuldakastið nú er óvenjumikið að sögn veðurfræðinga.