Kókaorkudrykkur á markað

Kókalauf eru hráefni í framleiðslu kókaíns.
Kókalauf eru hráefni í framleiðslu kókaíns. Reuters

Orkudrykkur sem inniheldur kókalauf var settur á markað í Bólivíu í vikunni. Kóka er hráefnið sem notað er við gerð kókaíns en Bólivíumenn hafa tuggið laufið í margar aldir þar sem auk þess að vera örvandi þá dregur það úr hungri og áhrifum hæðarveiki.

Kókalaufið var lýst ólöglegt fíkniefni af Sameinuðu þjóðunum árið 1961 ásamt kókaíni, heróíni, ópíum og morfíni meðal annars. Efnið var upphaflega að finna í gosdrykknum Coca-Cola en var fjarlægður úr uppskriftinni fyrir meira en áttatíu árum.

Bandaríkin hafa sent SÞ bréf þar sem tillögu Bólivíumanna um að aflétta banninu er mótmælt.

Hinn grænleiti Coca Brynco er nýi drykkurinn sem ríkisstjórn Bólivíu álítur mikilvægt skref í því að kynna heilsubætandi og lögleg not fyrir laufin.

„Með þessari vöru viljum við benda aftur á að kókalauf eru heilsusamleg. Við verðum að verja kókalaufið okkar og sýna fram á að það er ekki eiturlyf,“ sagði Nemesia Achacollo, ráðherra landbúnaðarþróunar.

Bólivía er þriðji stærsti framleiðandi kókaíns í heiminum en Morales var leiðtogi kókaræktenda áður en hann varð forseti landsins, fyrstur frumbyggja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert