Salamovu vísað úr landi

Madina Salamova sem er þekkt undir höfundarnafninu Maria Amelie í …
Madina Salamova sem er þekkt undir höfundarnafninu Maria Amelie í Noregi.

Madina Salamova er nú á leið til Moskvu í Rússlandi en henni var vísað úr landi í Nor­egi í morg­un. Norska út­lend­inga­stofn­un­in varð ekki við ósk um að fresta því að vísa  Salamovu úr landi. Var Salamova hand­tek­in í dag og flutt til Gardemoen­flug­vall­ar.

Salamova steig um borð í flug­vél­ina fyr­ir tæpri klukku­stund en hún hafði þá beðið í um hálf­tíma í lög­reglu­bíl á flug­braut­inni. Norsk­ur unnusti Salamovu er sagður með í för, en hann ferðaðist líkt og aðrir farþegar í gegn­um flug­höfn­ina.

Flug­vél­in lagði af stað klukk­an eitt að ís­lensk­um tíma og mun lenda á Sh­eremetyevoflug­vell­in­um í Moskvu um fimm­leytið í dag. Rúss­neska út­lend­inga­eft­ir­litið tek­ur á móti Salamovu á flug­vell­in­um til að veita henni bráðabirgða-land­vist­ar­leyfi. Þá verða þar einnig full­trú­ar frá norska sendi­ráðinu. 

Svart­dal Hilde Lunde, norski sendi­herr­ann í Moskvu, vildi ekki segja til um það hvort að Salamova þyrfi að fara heim til Norður-Os­se­tíu til að fá út­gefið vega­bréf sem ger­ir henni kleyft að ferðast aft­ur frá Rúss­land.

Salamova, sem er þekkt í Nor­egi und­ir höf­und­ar­nafn­inu Maria Amelie, fædd­ist í Norður-Os­se­tíu í Rússlandi fyr­ir 25 en for­eldr­ar henn­ar fluttu með hana til Nor­egs þegar hún var barn að aldri.  Fjöl­skyld­an fékk hins veg­ar aldrei land­vist­ar­leyfi.

Amelie tal­ar norsku og hef­ur lokið há­skóla­prófi í Nor­egi. Á síðasta ári gaf hún út bók um líf ólög­legra inn­flytj­enda í Nor­egi og byggði  hana að nokkru leyti á eig­in lífi. Í kjöl­farið fór út­lend­inga­stofn­un­in fram á það að hún yrði hand­tek­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert