Segja rannsókn Ísraelsmanna trúverðuga

Bandarísk stjórnvöld lýstu í dag rannsókn Ísraelsmanna á árás hersins á skipalest á leið til Gaza í maí 2010 sem trúverðugri, óhlutdrægri og gegnsærri. Níu Tyrkir létust í árásinni.

„Við teljum að þetta sé sjálfstæð skýrsla, trúverðug, óhlutdræg og gegnsæ rannsókn sem Ísraelsmenn hafa framkvæmt,“ sagði Philip Crowley, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í dag.



Eitt af skipunum, sem var í hjálparskipalestinni.
Eitt af skipunum, sem var í hjálparskipalestinni. POOL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert