Stjórnarandstæðingar teknir af lífi

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. Reuters

Stjórnvöld í Íran létu nú í morgun taka af lífi tvo aðgerðasinna, sem handteknir voru í mótmælunum í kringum forsetakosningarnar í landinu árið 2009. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði beiðst þess að mennirnir yrðu látnir lausir úr haldi.

Á vef ríkissjónvarpsins í Íran er vitnað í saksóknara í höfuðborginni Tehran og sagt að þeir Jafar Kazemi og Mohammad Ali Hajaghaei hafi verið teknir af lífi með hengingu. Ekki var tekið fram hvar aftökurnar hefðu farið fram.

„Tveir meðlimir í hræsnarasellu, Jafar Kazemi og Mohammad Ali Hajaghaei voru teknir af lífi í dag,” var vitnað í starfsfólk saksóknarans, en með hræsnarasellu var átt við hinn útlæga stjórnarandstöðuhóp PMOI, People’s Mujahedeen of Iran, eða Stríðsmenn fólksins í Íran, eins og heitið gæti útlagst á íslensku.

10. ágúst síðastliðinn hvatti Clinton írönsk stjórnvöld til að sleppa þeim Kazemi og Hajaghaei.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert